Rúna Vala...hin eina sanna, enjoy...  

Gestabókin



Eldri blogg:





sendu mér póst
mánudagur, júní 07, 2004

Aldrei er hægt að treysta neinu nú til dags

Ég ákvað í skyndi að fara upp í sveit. Systir mín hringdi og ætlaði að biðja mig um að gæta kettlinganna sinna á meðan húm færi upp í sveit til Lóu, móðursystur okkar. Ég brást ókvæða við og sagðist ætla með. Svo var mér lofað svo góðu veðri þarna fyrir vestan, á vestfjarðarkjálkanum (eða norðan, fer eftir því hvernig fólk lítur á það). Við keyrum af stað, systurnar og alltaf er gott veður á leiðinni, einstaka skúr, en ekkert að ráði. Þegar við komum svo inn í Ísafjarðardjúp og ég fer út út bílnum að opna hliðið dauðsá ég eftir því að hafa ekki farið í gammósíur (gammósíur? ég hef aldrei skrifað þetta orð, það er fáránlegt...gammósíur!! Leggings væri fallegra) því það var svooo mikið rok! Daginn eftir var líka rok, og á sunnudeginum kom sólin og rokið tók að lægja akkúrat þegar við vorum að fara. Þetta er svona, veðrið lagast alltaf þegar maður er að fara. Maður á að segja hátt og snjallt: "Jæja, ætli við verðum ekki fram á sunnudag" og svo þegar veðrið lagast þá, bara að ákveða upp úr þurru að vera áfram. That oughta teach'em... En ég sá lamb fæðast (eða berast, talar maður ekki um að ær beri?) og át á mig gat við hvert mál. Já, það er alltaf gaman að koma til Lóu frænku :)


skrifað af Runa Vala kl: 12:15

Comments: Skrifa ummæli
© Sigrún Vala